Íslendingafélagið á Spáni
Það var kallað til stofnfundar í 11. nóvember árið 2017 á La Frontera kl 15:15. Mættu þar 176 manns og var félagið þá formlega stofnað. Aðal tilgangur félagsins var og er að hafa gaman saman og njóta félagsskapar. Farið var strax af stað í dagsferðir og ýmsa viðburði og var fyrsti viðburður okkar jólahlaðborð 9. desember á Denmark Restaurant og fyrsta ferðin var óvissuferð í mars. Fyrsta skrifstofan okkar var borð hjá  ræðismanni í Playa Flamenca og vorum þar í eitt og hálft ár.

Setrið
Í ágúst 2019 opnuðum við félagsheimilið okkar í La Regia sem fékk nafnið Setrið eftir atkvæðagreiðslu hjá félögunum. Vorum við í því húsnæði frá ágúst 2019 til apríl 2023 en þá var okkur löngu ljóst að okkur vantaði pláss enda félagatal orðið 1040 manns. Teljum við að í dag 6. maí 2023 séu 700 – 800 virkir félagar. Sumir eru látnir og aðrir fluttir til Íslands aftur. Með opnun félagsheimilis var ákveðið að hafa kaffihús sem seldi helst heimabakað bakkelsi og hafa þetta heimilislegt. Og er stefnan að hafa þetta áfram á þessum nótum. 
Þjónusta 
Við stöndum fyrir margs konar þjónustu fyrir félagsmenn og erum alltaf reiðubúin til að aðstoða og ráðleggja ef eitthvað kemur uppá. Við höfum staðið fyrir kynningum á td. heilbrigðistrygginga pökkum, útfararþjónustu pökkum og fl. sem hefur verið boðið uppá. 
Nú höfum við sal fyrir ýmsa viðburði á okkar vegum og getum einnig leigt hann út fyrir fyrirlestra, afmæli og þess háttar uppákomur.
Það hefur verið Spænskukennslu, félagsvist, jóga og fleira slíkt enda ekki vanþörf á stað sem þjónustar okkur.

Search