Dagsferð til Cofrentes 25 ágúst.

Tímasetningar fyrir rútuna fyrir dagsferðina á morgunn 25 ágúst. Sjáumst hress.
Lagt verður af stað frá eftirtöldum stöðum;
Zenia mollið kl 9:00 (bílastæðið hjá Leroy Merlin).
Torrevieja kl 9:15 ( lögreglustöðin rétt hjá Habaneras). Consum Dona Pepa kl 9:25.

Bærinn Cofrentes er staðsettur í Valle de Cofrentes-Ayora í Valenciu héraðinu, þorpið er án efa eitt það fallegasta í farvegi Júcar árinnar. Hér upplifum við stórbrotið landslag með siglinu á ánni og lestarferð um svæðið og skoðum yngsta eldfjall Valencia héraðs sem er 500 metra hátt. Einnig er Hervideros-lindin mikið aðdráttarafl, þar sem vatnið varðveitir þá eiginleika sem sérstök jarðfræðileg staðsetning gefur þeim.

Þú getur notið ótrúlegra heitra baða og þar er flott spa hótel og svæði sem væri gaman að skoða. Förum í hádegismat þar sem boðið verður upp á hlaðborð og þið getið aðeins rölt um svæðið.
Við förum við í siglingu á Jucar ánni kl.13 og í ferðamannalestina um svæðið kl.17. Hádegismatur verður eftir siglingu.

Lagt verður af stað kl.9 frá Zenia mollinu (bílastæðið hjá Leroy Merlin)
Torrevieja kl. 9.15 (löggustöðin rétt hjá Habaneras) Consum Dona Pepa kl.9.25.

Verð 80 evrur fyrir félagsmenn Verð 90 evrur fyrir utanfélagsmenn Innifalið í verði: Rúta, sigling, lest, hádegismatur á hlaðborði með vatni og léttvíni og íslenskur aðstoðamaður.

Vinsamlegast hafið samband á email ifspani2017@gmail.com ef þið hafið áhuga.

Afstaðin ferð.
Dagsferð til Santa Pola og Tabarca eyjunnar.

Farið verður í eitt af elstu sædýrasöfnum í Evrópu í Santa Pola og sigla svo til Tabarca eyjunnar.

Verð 35 evrur á mann. Miðar seldir á Setrinu mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl 13-15

Afstaðin ferð.
Ferð 13-17. maí 2024

Segovía, Avíla og Salamanca
Gist verður á Puerta de Segovia, 4ra stjörnu hóteli með hálfu fæði.
  • Dagur 1. Lagt af stað kl 7 að morgni til Segovía.
  • Dagur 2. Lagt af stað til Avíla kl 10. Þið hafið frjálasan tíma til að skoða borgina fram eftir degi.
  • Dagur 3. Lagt af stað kl 10 til Salamanca og þar er frjáls tími fram eftir degi.
  • Dagur 4. Frjáls tími til að skoða  Segovia borg.
  • Dagur 5. Heimferð kl 11.
Verð: 455 evrur á mann miðað við 2 í herbergi, verð 575 fyrir einstaklingsherbergi. Fyrir utanfélagsmenn eru 30 evrur aukalega.

FERÐIR

Afstaðin ferð.
Dagsferð til Jávea og Moraira.

Þetta verður rólegt rölt um Jávea eða Xàbia eins og þetta landssvæði er líka kallað. 
Jávea er strandbær og sveitarfélag í landsvæði Marina Alta, í héraðinu Alicante, Valencia, Spáni, við Miðjarðarhafið.
 
Moraira er lítill hágæða spænskur strandbær, hluti af Teulada sveitarfélaginu, í Marina Alta comarca, 80 km norður af Alicante og 100 km suður af Valencia.



Afstaðin ferð.
Granada 
13.~15. desember.

Örfá sæti laus. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Afstaðin ferð.
Peñíscola 28 sept. 2023 

Nú heimsækjum við Peñíscola 28. september 2023 í 3 nætur. Gistum á Peñíscola Plaza Suits 4ra stjörnu hóteli með hálfu fæði.
2. dagur, dagsferð til Morella 
3. dagur, frír tími og getum við fengið rútuna til að skutla okkur í gamla bæinn.

Verð er 265€ á mann miðað við tvo í herbergi. Viðbótargjald er 90€ fyrir einstaklinga.

Vinsamlega hafið sambad við Regínu í síma +34 645 116 990 eða Guðmund í síma +34 691 939 478 fyrir greiðslu upplýsingar.

Uppselt í þessa ferð.

Myndir verða settar inn eftir ferð.

Afstaðin ferð.
Benalmadena 14-18 nóv. 2023

Farið verður 14-18 nóvember 2023 og gist 4 nætur á Hotel Bali í Benalmedena með hálfu fæði.
2. daginn verður farið að skoða Setenil de las Bodegas.
3. daginn verður farið til Ronda seinni part dags og eitthvað fram á kvöld.
4. daginn er frír og hægt að skoða sig um í Benalmedena, td skoða Kólumbusar kastalann, Fiðrilda safnið eða fara með kláf upp á top fjallsins og sjá stórkotslegt útsýni.
Verð er 340€ á mann miðað við 2 í herbergi. 390€ á mann fyrir utanfélagsmenn í tveggja manna í herbergi.
95€ AUKA FYRIR EINSTAKLINGSHERBERGI.
Vinsamelgast hringið  í síma +34 645 116 990, Regína.


Myndir verða settar inn eftir ferð.


Afstaðin ferð.
Elche 13 sept. 2023

Fyrsta dags ferð okkar í haust er til Elche , á vegum Íslendingafélagsins. Við byrjum í skó verksmiðjunni 
Salvador Artesano síðan er haldið í Pálmagarðinn sem er í miðbæ borgarinnar endum svo á Arabíska tehúsinu þar sem við munum gæða okkur á te í rómuðu fallegu umhverfi.

Verð á mann er 20 € fyrir félagsmenn og 25 € fyrir utan félagsmenn.
Farið verður á slaginu 10:00 frá stóra bílaplaninu við La Zenia mollið og 10:15 frá Torrevieja
Miðasala fer fram 7. sept í Setrinu á markaðs deginum.

Upplýsingar í síma +354 894-5372
Anna Hanna Valdimarsdóttir

Komnar inn myndir.

Afstaðin ferð.
Toledo 24. mars 2023

Ætlum að fara til einstaklegu Toledo 24. mars 2023.
leggjum af stað kl 7:30 frá Torrevieja og kl 7:45 frá Mollinu.
1. dagur. Frír tími eftir komu til að njóta þess sem 4ra stjörnu Hotel Beatriz Auditorium & Spa býður uppá eða skreppa í gamla bæinn.
2. dagur. Morgunmatur og svo farið í ferð í gamla bæinn með leiðsögn og svo frír tími á eftir það.
3. dagur.Morgunmatur og heimferð.

Félagsmenn: Verð 199 evrur á mann miðað við tvo í herbergi.

Utanfélagsmenn: Verð 230 evrur á mann miðað við tvo í herbergi.

Innifalið í verði:
Rúta, 2 nætur á hóteli með morgunmat, aðgangseyrir í Dómkirkjuna, leiðsögn og tryggingar.

Search